Hermann

Foreldradagar 2. og 3. nóvember

Mánudaginn 2. nóvember og þriðjudaginn 3. nóvember verða starfsdagur og foreldradagur í Sunnulækjarskóla samkvæmt skóladagatali. Þá fellur öll kennsla niður en umsjónarkennarar verða með fastan viðtalstíma fyrir foreldra og nemendur. Í ljósi aðstæðna er ekki ráðlegt að fá stóran hóp foreldra/forráðamanna inn í skólann og því verða viðtölin með breyttu sniði í ár. Viðtölin fara […]

Foreldradagar 2. og 3. nóvember Lesa Meira>>

Haustfrí

Við minnum á að fimmtudagur og föstudagur í þessari viku, 15. og 16. október, eru haustfrísdagar í Sunnulækjarskóla. Því mæta nemendur ekki í skólann þessa daga. Skólastarf hefst aftur samkvæmt stundaskrám mánudaginn 19. október.

Haustfrí Lesa Meira>>

Aðkoma í sýnatöku

Aðkoma að sýnatökunni verður frá Tryggvagötu, til austurs Norðurhóla og inn á bílastæðið við Sunnulækjarskóla. Þegar sýnatöku er lokið er farið út á Norðurhóla með hægri beygju til austurs og inn á Erlurima. Einstefna verður um Norðurhóla til austurs.   Með þessu næst hringakstur inn og út af bílastæðinu og ætti ekki að verða mikil umferðarteppa.

Aðkoma í sýnatöku Lesa Meira>>

Vegna Covid sýnatöku á morgun fimmtudag 8. október

Sýnataka vegna Covid-19 mun fara fram í íþróttahúsi Sunnulækjarskóla fimmtudaginn 8. október. Vegna mikils fjölda er tilteknum árgöngum nemenda boðið að koma á tilteknum tímum. Gengið verður inn um aðalinngang íþróttahússins og þaðan rakleitt inn í íþróttasal. Þar þarf að sýna strikamerki. Að lokinni sýnatöku verður gengið út um aðrar dyr á íþróttasal og um

Vegna Covid sýnatöku á morgun fimmtudag 8. október Lesa Meira>>