Hermann

Fræðslufundur í Fjallasal

Mánudagskvöldið 14. nóvember bauð Samborg, samtök foreldrafélaga í Árborg, foreldrum á kakófund í Fjallasal Sunnulækjarskóla. Kakófundir og Súpufundir eru það form fræðslufunda sem best hefur gefist í sveitarfélaginu en þá er fenginn fyrirlesari til að fjalla um tiltekið efni en í fundarhléi er boðið upp á veitingar og að þeim loknum er spjallað og spurt.

Fræðslufundur í Fjallasal Lesa Meira>>

Góðgerðarvika í Sunnulækjarskóla

Í síðustu viku kláruðum við góðgerðarviku, í ár bökuðu allir hópar smákökur í heimilisfræði og í textíl perluðu þau jólatrésskraut sem við fengum uppskriftir af hér https://www.facebook.com/Hama-Perlur-167741903254357/ Þegar við vorum búin að baka þá pökkuðum við kökkunum inn og skreyttum hvern poka með jólaperli. Við buðum svo fólki frá Vinaminni að eiga með okkur notalega

Góðgerðarvika í Sunnulækjarskóla Lesa Meira>>

Foreldradagur, 12. október

Miðvikudaginn 12. október er foreldradagur í Sunnulækjarskóla. Þann dag mæta foreldrar með börnum sínum í viðtal. Foreldradagur að hausti er tileinkaður líðan nemenda og sjálfsmati gagnvart námi og félagslegri stöðu. Efni viðtalanna: Líðan nemandans og félagsleg staða, farið yfir það helsta sem kemur fram á sjálfsmati nemandans. Áhugamál og tómstundir, er hægt að tengja það

Foreldradagur, 12. október Lesa Meira>>

Foreldrafélagið færir okkur gjafir

Mánudaginn 1. október kom foreldrafélagið enn færandi gjafir til okkar í Sunnulækjarskóla. Að þessu sinnu komu tveir fulltrúar foreldrafélagsins í fylgd lögreglu til að færa nemendum í 1. bekk endurskinsvesti að gjöf.  Lögregluþjónarnir spjölluðu við börnin um mikilvægi þess að allir sjáist vel nú þegar dimma fer og vetur gengur í garð. Við kunnum foreldrafélaginu og

Foreldrafélagið færir okkur gjafir Lesa Meira>>