Hermann

Vettvangsferðir valhópa

Þann 14. nóvember s.l. lögðu þrír af valhópum Sunnulækjarskóla í ferðalag til Reykjavíkur.  Þetta voru valhóparnir Litun og prent, Textíl og Nýsköpun, samtals um 30 nemendur. Lagt var af stað árla morguns og farið með Strætó báðar leiðir. Hóparnir úr Litun og prent og Textíl heimsóttu bæði Tækniskólann og Listaháskóla Íslands. Markmið þeirra var að […]

Vettvangsferðir valhópa Lesa Meira>>

Heimsókn á skrifstofu stéttarfélaganna

Fyrr í þessum mánuði fóru nemendur í 10. bekk Sunnulækjarskóla í þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna á Suðurlandi. Þau kynntu sér þjónustu stéttarfélaganna og fengu gagnlegar upplýsingar um réttindi og skyldur á vinnumarkaði. Eftir að kynningu lauk var boðið upp á pizzu og gos. Nemendum fannst margt merkilegt í heimsókninni og stéttarfélögunum þótti bæði fengur og mikil ánægja af heimsókn unga fólksins þar

Heimsókn á skrifstofu stéttarfélaganna Lesa Meira>>

Fræðslufundur í Fjallasal

Mánudagskvöldið 14. nóvember bauð Samborg, samtök foreldrafélaga í Árborg, foreldrum á kakófund í Fjallasal Sunnulækjarskóla. Kakófundir og Súpufundir eru það form fræðslufunda sem best hefur gefist í sveitarfélaginu en þá er fenginn fyrirlesari til að fjalla um tiltekið efni en í fundarhléi er boðið upp á veitingar og að þeim loknum er spjallað og spurt.

Fræðslufundur í Fjallasal Lesa Meira>>

Góðgerðarvika í Sunnulækjarskóla

Í síðustu viku kláruðum við góðgerðarviku, í ár bökuðu allir hópar smákökur í heimilisfræði og í textíl perluðu þau jólatrésskraut sem við fengum uppskriftir af hér https://www.facebook.com/Hama-Perlur-167741903254357/ Þegar við vorum búin að baka þá pökkuðum við kökkunum inn og skreyttum hvern poka með jólaperli. Við buðum svo fólki frá Vinaminni að eiga með okkur notalega

Góðgerðarvika í Sunnulækjarskóla Lesa Meira>>

Foreldradagur, 12. október

Miðvikudaginn 12. október er foreldradagur í Sunnulækjarskóla. Þann dag mæta foreldrar með börnum sínum í viðtal. Foreldradagur að hausti er tileinkaður líðan nemenda og sjálfsmati gagnvart námi og félagslegri stöðu. Efni viðtalanna: Líðan nemandans og félagsleg staða, farið yfir það helsta sem kemur fram á sjálfsmati nemandans. Áhugamál og tómstundir, er hægt að tengja það

Foreldradagur, 12. október Lesa Meira>>

Foreldrafélagið færir okkur gjafir

Mánudaginn 1. október kom foreldrafélagið enn færandi gjafir til okkar í Sunnulækjarskóla. Að þessu sinnu komu tveir fulltrúar foreldrafélagsins í fylgd lögreglu til að færa nemendum í 1. bekk endurskinsvesti að gjöf.  Lögregluþjónarnir spjölluðu við börnin um mikilvægi þess að allir sjáist vel nú þegar dimma fer og vetur gengur í garð. Við kunnum foreldrafélaginu og

Foreldrafélagið færir okkur gjafir Lesa Meira>>