Hermann

Gengið í Reykjadal

Nemendur í 10. bekk ásamt kennurum og nokkrum foreldrum skelltu sér í göngu í Reykjadal þriðjudaginn 18. september. Tilgangur ferðarinnar var að efla tengsl innan hópsins og leyfa nemendum að kynnast utan skólans. Framundan er spennandi og fjölbreyttur vetur hjá krökkunum og því mikilvægt að þau tengist vel og standi saman sem ein heild. Ferðin …

Gengið í Reykjadal Lesa Meira>>

Viðar Örn gefur bolta

  Sunnulækjarskóla barst á dögunum gjöf frá fótboltahetjunni Viðari Erni Kjartanssyni. Það voru að sjálfsögðu boltar sem koma að góðum notum núna á fyrstu sumardögum. Nemendur og starfsfólk þakkar Viðari Erni stuðninginn.    

Söngkeppni Samfés

Tekið úr frétt frá Zelsiuz.is Söngkeppni Samfés var haldin í Laugardalshöllinni 25.mars síðastliðinn. 31 félagsmiðstöð af öllu landinu tóku þátt og hefur hún sjaldan verið jafn glæsileg. Karen Hekla Grønli, Hlynur Héðinsson, Arnór Bjarki Eyþórsson, Veigar Atli Magnússon, Íbera Sophie Marie Dupont og Katrín Birna Sigurðardóttir, allt nemendur Sunnulækjarskóla tóku þátt fyrir hönd félagsmiðstöðvarinnar Zelsíuzar. …

Söngkeppni Samfés Lesa Meira>>

Vinavika – Sameinast í kringum skólann

Hér má sjá eitt af verkefnunum sem unnin voru í tengslum við vinavikuna sem er að líða hjá okkur í Sunnulækjarskóla. Nemendur og starfsfólk skólans mynduðu hring um skólann sem er til merkis um samstöðu allra sem að skólanum standa. Óskar Björnsson tók myndir fyrir okkur af verkefninu og þökkum við honum fyrir sitt framlag.

1. verðlaun fyrir myndbandasamkeppni

Nemendur úr Sunnulækjarskóla tóku þátt í myndbandasamkeppni fyrir Starfamessu sem haldin var í FSu þriðjudaginn 14. mars. Verkefnið fólst í að gera kynningarmyndband um störf rafvikja og kokka í nærsamfélagi okkar. Við óskum nemendum okkar Daníel Mána, Árdísi Lilju, Bjarka, Elísabetu Öldu, Hauki, Krister Frank, Kornelíu, Rakel Helgu, Karen Heklu og Kolbrúnu Eddu til hamingju með …

1. verðlaun fyrir myndbandasamkeppni Lesa Meira>>

Góðgerðardagar í Sunnulækjarskóla

Vantar ykkur jólagjafir? Nú eru nemendur Sunnulækjarskóla búnir að framleiða reiðinnar ósköp af alls kyns spennandi varningi og munu opna fjölda sölubása í skólanum á morgun, föstudaginn 25. nóvember, kl. 11:00.  Allur ágóði rennur til góðgerðamála í sveitarfélaginu. Börnin hafa staðið sig frábærlega og sýnt af sér áræðni, hugmyndaauðgi, þrek og þor og síðast en …

Góðgerðardagar í Sunnulækjarskóla Lesa Meira>>

Skólasetning

Skólasetning Sunnulækjarskóla verður mánudaginn 22. ágúst í Fjallasal Börn fædd 2007 til 2010 og fara í 1.- 4. bekk mæti kl 9:00 Börn fædd 2001 til  2006 og fara í 5.- 10. bekk mæti kl 11:00 Gert er ráð fyrir stuttri samkomu í Fjallasal og síðan munu nemendur hitta umsjónarkennara. Foreldrar eru hvattir til að …

Skólasetning Lesa Meira>>