Þythokkí í Sunnulækjarskóla
Foreldrafélag Sunnulækjarskóla færði skólanum glænýtt þythokkíborð að gjöf nú fyrir skemmstu. Í morgun var borðið svo tekið í notkun og kom það í hlut 5. RG að vígja borðið. Nemendur skemmtu sér hið besta í þythokkíinu og senda foreldrafélaginu bestu þakkir fyrir svo frábæra gjöf.
Þythokkí í Sunnulækjarskóla Lesa Meira>>








