Hermann

Fyrirlestur um netnotkun

Þriðjudaginn 25. febrúar næstkomandi stendur forvarnarteymi Árborgar, grunnskólarnir á Selfossi og foreldrafélög grunnskólanna fyrir fræðslufyrirlestri um internet- og nýmiðlanotkun í samstarfi við samtökin SAFT og Heimili og Skóla. Fyrirlesturinn verður í Fjallasal og hefst kl 20:00. Nánari upplýsingar má finna hér: SAFT_fyrirlestur

Fyrirlestur um netnotkun Lesa Meira>>

Skapandi starf í 2. bekk

Föstudagar eru sköpunardagar hjá 2. bekk. Þá er nýttur efniviður sem til fellur hér og þar og kostar ekkert.  Áherslan er á ferlið, að finna út hvernig hægt er að bjarga sér og hvað hægt er að nota í staðinn fyrir það sem ekki er til.  Útkoman er margskonar og skemmtileg, ýmist hengd upp eða

Skapandi starf í 2. bekk Lesa Meira>>

Fjölmiðlaheimsókn

Í dag fór 7. MSG í fjölmiðlaheimsókn með sama hætti og systurbekkurinn 7. ÁT gerði fyrr í vikunni.  Nemendur heimsóttu Útvarp Suðurland, Dagskrána og Sunnlenska fréttavefinn.  Nemendur fengu frábærara móttökur og þakkar skólinn fjölmiðlunum fyrir stuðning þeirra við starf skólans.

Fjölmiðlaheimsókn Lesa Meira>>

Iðunn og eplin

Nemendur í 2. bekk hafa verið að kynna sér goðafræðina.  Þeir unnu verkefni í tengslum við söguna um Iðunni og eplin.  Að verkefninu loknu héldu þau kynningu fyrir skólastjórnendur þar sem sagan var sögð á myndrænan hátt og spjöldum haldið á lofti.  Allir stóðu sig vel og voru ánægðir að sýningu lokinni.

Iðunn og eplin Lesa Meira>>

Fjölmiðlaheimsókn 7. ÁT

  Fimmtudaginn 30. janúar fór 7. ÁT og heimsótti nokkra fjölmiðla hér á Selfossi. Heimsóknin er í tengslum við fjölmiðlaverkefni sem bekkurinn er að byrja að vinna. Bekkurinn heimsótti  Útvarp Suðurland, Sunnlenska og Dagskrána / Prentmet Suðurlands. Nemendur fengu að fræðast um það helsta sem tengist rekstri útvarpsstöðvar og blaðaútgáfu. Þau fengu að láta í

Fjölmiðlaheimsókn 7. ÁT Lesa Meira>>