Listasýning í Sundhöll Selfoss
Listasýning í Sundhöll Selfoss Lesa Meira>>
Þriðjudaginn 5. apríl verður Eyjólfur Örn Jónsson, sálfræðingur, með fyrirlestur á TEAMS um netnotkun barna- og ungmenna. “Um er að ræða fyrirlestur um hættur netsins með sérstaka áherslu á svokallaða „netfíkn“ en rannsóknir benda til að sirka 12% reglulegra netnotenda eigi á hættu að ánetjast notkun sinni. Börn og unglingar eru sérstaklega útsett fyrir þessum
Eyðir barnið þitt eða unglingurinn of miklum tíma á netinu? Lesa Meira>>
Stóra upplestrarkeppnin í Árborg 2022 var haldin með hátíðlegu yfirbragði við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri fimmtudaginn 24. mars síðastliðinn. Stóra upplestrarkeppnin hefur átt fastan sess í íslensku skólastarfi um land allt frá skólaárinu 1996-1997. Raddir, samtök um vandaðan upplestur og framsögn eru stofnendur keppninnar og hafa haldið utan um skipulagið öll þessi ár en
Stóra upplestrarkeppnin í Árborg Lesa Meira>>
Kór Sunnulækjarskóla hélt sína fyrstu tónleika á miðvikudag sl. fyrir fullu húsi aðstandenda. Kórfélagar stóðu sig mjög vel og var gerður góður rómur að song og ekki síst sönggleði kórsins. Tónlistin var fjölbreytt og spannaði allt frá hefðbundnum barna- og kórlögum til Pink Floyd og KK svo eitthvað sé nefnt. Kórinn hyggur á aðra tónleika
Kór Sunnulækjarskóla Lesa Meira>>
Haldin var innanhúshátíð í upplestri í 7. bekk 18. mars sl. Tólf nemendur tóku þátt í henni en áður höfðu allir nemendur 7. bekkjar tekið þátt í undirbúningi og bekkjarkeppnum. Allir nemendur árgangsins hafa verið að æfa sig í upplestri þar sem horft er til þess að vekja athygli og áhuga á vönduðum upplestri og
Innanhúshátíð í upplestri í 7. bekk Lesa Meira>>
Það var haldið uppá Sjónlistadaginn 2022 í Sunnulækjarskóla með því að dreifa væntumþykju, kærleika og von. Skólinn var skreyttur með hjörtum af öllum stærðum og gerðum.
Sjónlistadagurinn 2022 Lesa Meira>>
Nemendur í myndmenntavali fóru í menningarferð til Hveragerðis mánudaginn 7. mars. Fóru þau á myndlistarsýningar á Listasafni Árnesinga Hveragerði. Nemendur fengu fræðandi leiðsögn um fjórar myndlistarsýningar, en þær voru: Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir – Þú ert kveikjan / You are the Input Magnús Helgason – Rólon / Roll on Þórdís Erla Zoega – Hringrás / Routine
Myndmenntaval á Listasafni Árnesinga Lesa Meira>>
Nemendur í myndmenntasmiðju í 4.bekk taka þátt í Barnamenningarhátíð sem fer fram í Reykjavík 5.-10. apríl n.k. Þeir hafa myndskreytt dropa sem munu prýða anddyri Náttúruminjasafns Íslands í Perlunnni, á sýningu sem kallast Hringrás vatnsins á jörðinni. Nemendur myndskreyttu dropa eftir eigin höfði og munu þeir mynda eitt stórt listaverk sem verður til sýnis
Hringrás vatnsins á jörðinni Lesa Meira>>
Á mánudag og þriðjudag í næstu viku, 21. og 22. febrúar er vetrarfrí í grunnskólum Árborgar. Sunnulækjarskóli verður lokaður þessa daga ásamt Frístundarhemilinu Hólum. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundatöflu miðvikudaginn 23. febrúar.
Rauð veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir Suðurland á morgun, mánudaginn 7. febrúar. Vegna þess hefur verið ákveðið í samráði við Almannavarnir að grunnskólastarf í Sveitarfélaginu Árborg falli niður á morgun. Kveðja, stjórnendur
Skólahald fellur niður mánudaginn 7. febrúar vegna veðurs Lesa Meira>>