Hermann

7 keppendur áfram í skólaþríþraut FRÍ

Sunnulækjarskóli tók þátt í undankeppni skólaþríþrautar FRÍ í vetur. Í skólaþríþraut er mældur árangur barna í 6. og 7. bekk í 100 m spretthlaupi, hástökki og kúluvarpi. 70 krakkar víðsvegar af landinu hafa verið valin í úrslitakeppnina sem fram fer í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal, laugardaginn 5. maí. Sunnulækjarskóli á 7 fulltrúa af báðum kynjum bæði […]

7 keppendur áfram í skólaþríþraut FRÍ Lesa Meira>>

Niðurstöður viðhörfakönnunar meðal foreldra

Búið er að birta niðurstöður viðhorfakönnunar meðal foreldra grunnskólabarna í Árborg á vef sveitarfélagsins.  Góð þátttaka var í könnuninni og niðurstöður áhugaverðar.  Birtar eru fjórar skýrslur, ein fyrir hvern skóla og ein með samanburði ásamt þeim spurningum sem snúa að sveitarfélaginu í heild. Skýrslurnar má nálgast á vef sveitarfélagins Við viljum þakka foreldrum góða þátttöku og

Niðurstöður viðhörfakönnunar meðal foreldra Lesa Meira>>

5. bekkur tínir rusl

Í morgun fór 5. MSG út að tína rusl á skólalóðinni. Eins og meðfylgjandi myndir sýna höfðu þau heilmikið upp úr krafsinu. Þau afhentu Hadda húsverði svo ruslið með virktum.  Í lok tímans fóru þau svo í  leiki en nokkrir kusu þó að halda áfram að tína rusl og að lokum varð að skipa þeim að fara heim  þegar

5. bekkur tínir rusl Lesa Meira>>

Endurskoðun skólastefnu Árborgar

Þriðjudaginn 17. apríl var haldinn sameiginlegur fundur stjórna allra nemendafélaga í grunnskólum sveitarfélagsins.  Efni fundarins var endurskoðun skólastefnu sveitarfélagsins. 24 nemendur úr öllum skólum sveitafélagsins mættu til fundarins sem var haldinn í Sunnulækjarskóla. Fundurinn var tvískiptur.  Fyrst var unnið í hópum sem leituðu svara við spurningunum; hvað gerir skóla góðan? og hvaða áherslur viljum við sjá á næstu

Endurskoðun skólastefnu Árborgar Lesa Meira>>

Nýnemar í heimsókn

Í dag komu væntanlegir nýnemar Sunnulækjarskóla í heimsókn.  Tekið var manntal og allir boðnir velkomnir.  Síðan var gengið um skólann og nýnemarnir kynntu sér aðstæður á nýjum vinnustað.  Margt var skemmtilegt og margt forvitnilegt og um margt var spurt.  Að endingu var þó niðurstaðan að það væri gaman í skólanum og að þar væri skemmtilegt

Nýnemar í heimsókn Lesa Meira>>

Foreldrafélag Sunnulækjarskóla stóð fyrir fræðslufundi um netnotkun

  Foreldrafélag Sunnulækjarskóla stóð fyrir fræðslufundi um netnotkun undir yfirskriftinni: ÓGNANIR OG TÆKIFÆRI INTERNETSINS HJÁ BÖRNUM OG UNGLINGUM Um 60 manns mættu á fundinn sem haldinn var í Fjallasal Sunnulækjarskóla s.l. þriðjudagskvöld.  Fyrirlesari var Hafþór Birgisson, tómstundafulltrúi Reykjanesbæjar.  Hafþór hefur farið víða um land og haldið marga fyrirlestra um efnið. Í fyrirlestrinum fór Hafþór yfir

Foreldrafélag Sunnulækjarskóla stóð fyrir fræðslufundi um netnotkun Lesa Meira>>

Laust starf

  Sunnulækjarskóli Starfsmann vantar í 50% starf frá kl. 12:30 -16:30 við Hóla, skólavistun Sunnulækjarskóla. Frekari upplýsingar gefur skólastjóri í síma 480-5400 eða tölvupósti, birgir@sunnulaek.is Umsóknarfrestur er til 18. mars 2012. Skólastjóri

Laust starf Lesa Meira>>

Árshátíð 8.-10.bekk verður á morgun fimmtudag 15.mars

  Við ætlum að eiga skemmtilega stund saman, borða góðan mat, skemmta hvert öðru og dansa.  Skólinn opnar kl.18:30 og borðhald hefst stundvíslega kl.19:00 í Fjallasal.  Eftir borðhald  verður dansað í íþróttahúsinu og lýkur skemmtuninni kl. 23:30. Kennarar og starfsfólk skólans sjá um matargerð og að þjóna til borðs.  Á meðan á borðhaldi stendur munu nemendur

Árshátíð 8.-10.bekk verður á morgun fimmtudag 15.mars Lesa Meira>>