Á döfinni

Námsbrautir í framhaldsskólum og innritunarferlið

Fimmtudaginn 15. febrúar kl. 9:50 koma náms- og starfsráðgjafar og fulltrúar nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu) í heimsókn í Sunnulækjarskóla. Þau ætla að kynna námsframboð og félagslíf skólans fyrir nemendum í 10. bekk. Þriðjudaginn 6. mars kl 11:20 mun sendinefnd frá Menntaskólanum að Laugarvatni koma og kynna skólann fyrir nemendum í 10. bekk. Foreldrar eru velkomnir …

Námsbrautir í framhaldsskólum og innritunarferlið Lesa Meira>>

Árshátíðir

Í næstu vikum verða árshátíðir hjá nemendum í 1.-3. og 5.-7. bekk. Litla upplestrarhátíðin er árshátíð 4. bekkjar. Hún fer fram síðar í apríl og fá foreldrar boð á þá hátíð þegar nær dregur. Tíma- og staðsetning árshátíða er eftirfarandi: 1. bekkur Íþróttahús Miðvikudaginn 21. mars Kl. 8:30–9:30 2. bekkur Íþróttahús Föstudaginn 23. mars Kl. 8:30-9:30 3. …

Árshátíðir Lesa Meira>>

Skóladagur Árborgar, 14. mars 2018

Skóladagur Árborgar, símenntunardagur í leik- og grunnskólum og frístundaheimilum Árborgar. Næstkomandi miðvikudag 14. mars verður starfsdagur í Sunnulækjarskóla og því verður engin kennsla þann dag og skólinn lokaður. Sama er að segja um Frístundaheimilið Hóla. Daginn munu allir starfsmenn leik- og grunnskóla og frístundaheimila sveitarfélagsins nýta til símenntunar á Skóladegi Árborgar sem haldinn verður á …

Skóladagur Árborgar, 14. mars 2018 Lesa Meira>>

Vetrarfrí

Föstudaginn 23. febrúar og mánudaginn 26. febrúar er vetrarfrí í grunnskólum Árborgar. Sunnulækjarskóli og Frístundarheimilið Hólar verða því lokuð þessa daga. Skólastarf hefst aftur skv. stundarskrá þriðjudaginn 27. febrúar.

Starfsdagur og foreldraviðtöl

Mánudagurinn 12. febrúar er starfsdagur til undirbúnings foreldraviðtala og þá mæta nemendur ekki í skólann. Þriðjudaginn 13. febrúar verða foreldraviðtöl í Sunnulækjarskóla. Foreldrar þurfa að bóka viðtalstíma á Mentor. Leiðbeiningar um hvernig það er gert má sjá hér: https://www.youtube.com/watch?v=mEFYnJhJAsM Frístundaheimilið Hólar verður opið allan daginn þessa daga fyrir þá sem þar eru skráðir en skrá …

Starfsdagur og foreldraviðtöl Lesa Meira>>

Litlu jólin

Litlu jólin 20. desember Litlu jólin í Sunnulækjarskóla verða miðvikudaginn 20. desember. Eins og áður verður jólaskemmtunin tvískipt og munu eldri nemendur sækja yngri nemendur og fylgja þeim að jólatrénu. Þannig munu nemendur í 1., 4., 6. og 9. bekk halda sína jólaskemmtun kl. 9:10 – 10:45 og nemendur 2., 3., 5., 7., 8. og 10. …

Litlu jólin Lesa Meira>>

Góðgerðardagar í Sunnulækjarskóla

Í dag, 12. desember, hefjast árlegir góðgerðardagar í Sunnulækjarskóla. Þá daga vinna nemendur að gerð margskona varnings sem verður svo seldur á góðgerðardaginn sjálfan, fimmtudaginn 14. desember. Framleiðsla nemenda er að mestu leyti unnin úr endurvinnanlegu efni. Góðgerðardaginn 14. desember höldum við veglega uppskeruhátíð þar sem allir eru hjartanlega velkomnir, foreldrar, afar, ömmur, ættingjar og vinir. Á hátíðinna verða sölubásar í íþróttahúsinu …

Góðgerðardagar í Sunnulækjarskóla Lesa Meira>>

Kakófundur í Fjallasal

Næstkomandi miðvikudag, 29. nóvember, stendur forvarnarteymi Árborgar, SAMBORG (félag foreldrafélaga í Árborgar) og grunnskólarnir hér í sveitarfélaginu í samstarfi við lögreglu og félagsþjónustu fyrir svokölluðum Kakófundi í Sunnulækjarskóla. Fræðslan hefst kl. 19:30 og er áætlað að dagskránni verði lokið um kl. 21:30. Fyrirlesarar verða eftirfarandi: Magnús Stefánsson – forvarnarfræðari hjá forvarnarfræðslu Magga Stef/Marita Eyjólfur Örn …

Kakófundur í Fjallasal Lesa Meira>>

Súpu- og fræðslufundur fyrir foreldra

Hvernig líður börnunum okkar? Súpu- og fræðslufundur fyrir foreldra Heimili og skóli og Rannsóknir og greining, í samstarfi við Samborg, FSu og grunnskóla í Árborg, bjóða upp á fræðslu í FSu fyrir foreldra nemenda í 8.-10. bekk og ungmenna yngri en 18 ára miðvikudaginn 8. nóvember kl. 18-20. Lýðheilsusjóður og Velferðarsjóður styrkja verkefnið og gera …

Súpu- og fræðslufundur fyrir foreldra Lesa Meira>>