Fréttasafn

Fréttir frá Sunnulækjarskóla

Sigurvegari Sunnulækjarskóla í friðarveggspjaldakeppni Lions

12. nóvember 2021

Jón Trausti Helgason, nemandi í 6.bekk, er sigurvegari Sunnulækjarskóla í Alþjóðlegu friðarveggspjaldakeppni Lions þetta árið. Þema keppninnar í ár er Við erum öll tengd, en á tímum heimsfaraldurs fögnum við öllu sem tengir okkur saman. Verk Jóns Trausta var valið […]

Lesa Meira >>

Örtónleikar í Sunnulækjarskóla

1. nóvember 2021

Fimmtudaginn 28. október  héldu Kór, Poppkór og Rokkband Sunnulækjarskóla örtónleika fyrir nemendur í 5.-10. bekk.  Einnig kom Klara Ósk Sigurðardóttir, fyrrum nemandi skólans, fram og söng eitt lag. Tónleikarnir voru hin prýðilegasta skemmtun og skemmtilegt uppábrot á hefðbundnum skóladegi.  Efnisskráin […]

Lesa Meira >>

Lögreglan og endurskinsvesti

28. október 2021

Miðvikudaginn 27.október fengu nemendur í 1.bekk afhent endurskinsvesti frá Foreldrafélagi Sunnulækjarskóla. Auk þess kíktu tveir lögregluþjónar í heimsókn, spjölluðu við nemendur um mikilvægi þess að fara varlega í umferðinni og að vera sýnileg með endurskin þegar fer að rökkva. Greinilegt var […]

Lesa Meira >>

Ólympíuhlaupið

13. október 2021

Ólympíuhlaupið í Sunnulækjarskóla Miðvikudaginn 15. september hlupu nemendur Sunnulækjarskóla Ólympíuhlaupið (áður Norræna Skólahlaupið). Hringurinn sem var farinn er 2,5 km og gátu nemendur valið um 1-4 hringi. Nemendur réðu sinni vegalengd og hraða, fyrst og fremst var lögð áhersla á […]

Lesa Meira >>

Skáknámskeið í Fischersetri

12. október 2021

Sunnudaginn 17. október nk. kl. 11:00 hefst skáknámsskeið fyrir grunnskólabörn í Fischersetri.  Námsskeiðið er haldið í samstarfi við Sveitarfélagið Árborg, Skákskóla Íslands og Skákfélag Selfoss og nágrennis. Helgi Ólafsson, stórmeistari og skólastjóri Skákskóla Íslands hefur yfirumsjón með kennslunni. Þetta verða […]

Lesa Meira >>

4. bekkur í heimsókn á Listasafn Árnesinga

7. október 2021

Nemendur í 4. bekk fóru í heimsókn á Listasafn Árnesinga í dag og skoðuðu sýninguna ,,Hafið kemst vel af án okkar“. Sýningin er samvinnuverkefni sem vísar til hafsvæðanna á milli Íslands og Noregs.  Á sýningunni er miðlað ferðalagi ofan í […]

Lesa Meira >>

Sjónlist og útinám

13. september 2021

Nemendur í 5. bekk fóru í gönguferð á föstudaginn í „Sjónlistum og útinámi” í leit að list í nærumhverfinu. Nemendur fundu heilmikið af myndlistarverkum eins og myndirnar gefa til kynna. Flottir 5. bekkjar nemendur þarna á ferð.  

Lesa Meira >>

Dagur læsis

8. september 2021

Í tilefni af degi læsis 8. september fóru nokkrir nemendur 5. bekkja í heimsókn í leikskólann Goðheima og lásu fyrir börnin þar. Börnin höfðu ákaflega gaman af að fá svona stóra krakka til að lesa fyrir sig og hlustuðu á […]

Lesa Meira >>

Bólusetningar grunnskólabarna

16. ágúst 2021
Lesa Meira >>

Skólasetning í Sunnulækjarskóla

16. ágúst 2021

Sunnulækjarskóli verður settur  þriðjudaginn 24. ágúst 2021. Skólasetning verður með óhefðbundnum hætti v/COVID-19. Meðfylgjandi eru upplýsingar um skipulag og tímasetningu. Kl. 09:00  Nemendur í 2. – 4. bekk – f. 2012 – 2014. Kl. 09:45  Nemendur í 5. – 6. […]

Lesa Meira >>

Bíódagar

8. júní 2021

Miðvikudaginn 2. júní fóru fram Bíódagar á unglingastigi í Sunnulækjarskóla. Bíódagar eru afrakstur af stuttmyndavinnu nemenda í Kviku. Miklill metnaður var lagður í myndirnar og tók sýningin 2 klukkustundir samtals.  Sérstakar þakkir fá Aron Sigþórsson og Daníel Breki Elvarsson nemendur […]

Lesa Meira >>

7. bekkur í ferðalagi

4. júní 2021

Frábær ferð 7. bekkja í Þykkvabæinn frá 2.-3. júní.  Mikið var hlegið, spjallað og leikið í yndislegu veðri. Krakkarnir stóðu sig frábærlega og voru til fyrirmyndar öll sem eitt. Nokkrar myndir fylgja með.

Lesa Meira >>