Fréttasafn

Fréttir frá Sunnulækjarskóla

Smiðjuhópar í 2. bekk við ruslatínslu

28. apríl 2021

Smiðjuhóparnir í 2.bekk nýttu vorblíðuna í að plokka rusl á skólalóð skólans. Nemendur voru vinnusamir og kappsamir og tóku aldeilis til hendinni eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Lesa Meira >>

Íþróttadagur í Sunnulækjarskóla

21. apríl 2021

Miðvikudaginn 21. apríl var íþróttadagurinn haldinn með pompi og prakt að venju. Nemendur í 1. – 10. bekk  glímdu við alls konar þrautir og skemmtu sér vel, þau unnu saman ýmist í bekkjum eða smærri hópum. Samvinna og samkennd einkenndi […]

Lesa Meira >>

Stóra upplestrarkeppnin

20. apríl 2021

Nemendur í 7. bekk í Sunnulækjarskóla tóku þátt í Stóru upplestrarkeppninni. Keppnin var með öðru sniði en áður hefur verið og var henni streymt beint á netinu til foreldra og nemenda á svæðunum sínum. Keppendurnir stóðu sig með miklum sóma […]

Lesa Meira >>

Heimsókn höfundar Benjamíns dúfu

16. apríl 2021

Í 6. bekk hafa nemendur lesið söguna um Benjamín dúfu, horft á kvikmyndina og skrifað ritgerð. Á dögunum heimsótti Friðrik Erlingsson, höfundur sögunnar, okkur og sagði skemmtilega frá því hvernig sagan varð til, persónunum og sögusviðinu og gerð myndarinnar. Þetta […]

Lesa Meira >>

Stærðfræðikeppnin Pangea

9. apríl 2021

Stærðfræðikeppnin Pangea hefur verið haldin á Íslandi á hverju ári síðan 2016. Allir nemendur í 8. og 9. bekk geta tekið þátt í fyrstu umferð keppninnar. Stigahæstu keppendur úr fyrstu umferð komast áfram í aðra umferð og ræðst í þeirri […]

Lesa Meira >>

Skólastarf hefst aftur 6. apríl

31. mars 2021

Í dag, 31. mars gaf heilbrigðisráðherra út nýja reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar.  Takmarkanir eru þær sömu og giltu frá byrjun janúar s.l. Skólastarf í Sunnulækjarskóla hefst því að nýju 6. apríl n.k. samkvæmt gildandi stundaskrá. Akstursáætlun skólabíls […]

Lesa Meira >>

Lokun skóla vegna sóttvarna

24. mars 2021

Eins og lesa má á heimasíðu Heilbrigðisráðuneytis er grunn-, framhalds-, tónlistar- og háskólum lokað frá og með 25. mars og þar til hefðbundið páskafrí tekur við. Starfsemi Sunnulækjarskóla fellur því niður fram yfir páskaleyfi. Unnið er að reglum um fyrirkomulag […]

Lesa Meira >>

Lotukerfið – Samstarfsverkefni 5., 7. og 10. b

5. mars 2021

Síðustu vikurnar hafa nemendur í 10. bekk verið að vinna samstarfsverkefni með nemendum í 5. og 7. bekk. 10. bekkur er búinn að vera að læra um lotukerfið í náttúrufræði og fengu til liðs við sig nemendur í 5. og […]

Lesa Meira >>

Leiklistarhópur 7. bekkjar

19. febrúar 2021

Eftir áramót fórum við nýjar leiðir og buðum upp á val í 7. bekk. Nemendur gátu valið á milli Hreyfingu og hreystis eða Leiklistar en það voru þau fög sem fengu mesta kosningu í áhugasviðskönnun sem gerð var í upphafi. […]

Lesa Meira >>

Vetrarfrí 22. og 23. febrúar

18. febrúar 2021

Mánudaginn 22. og þriðjudaginn 23. febrúar er vetrarfrí í Sunnulækjarskóla og því verður skólinn lokaður þá daga. Frístund verður einnig lokað þessa daga vegna starfsdags þar. Njótið vetrarleyfisins.

Lesa Meira >>

Skákkennsla í Fischersetri

8. febrúar 2021

Sunnudaginn 14. feb. nk. kl. 11:00 hefst skáknámsskeið fyrir grunnskólabörn í Fischersetri.  Námsskeiðið er haldið í samstarfi við Sveitarfélagið Árborg, Skákskóla Íslands og Skákfélag Selfoss og nágrennis. Helgi Ólafsson, stórmeistari og skólastjóri Skákskóla Íslands hefur yfirumsjón með kennslunni. Þetta verða […]

Lesa Meira >>

Starfsdagur og foreldraviðtöl 4. og 5. febrúar

26. janúar 2021

Fimmtudagurinn 4. febrúar og föstudagurinn 5. febrúar eru starfsdagur og foreldradagur í Sunnulækjarskóla samkvæmt skóladagatali. Foreldraviðtölin eru tileinkuð námslegri stöðu, sjálfsmati gagnvart námi og líðan nemenda. Öll kennsla fellur niður og vegna smitvarna munu viðtölin fara fram rafrænt í gegnum […]

Lesa Meira >>