Fréttasafn
Fréttir frá Sunnulækjarskóla
Vordagar, skólaslit og útskrift
Dagarnir 4. og 5. júní eru vordagar í Sunnulækjarskóla. Fyrri dagurinn er skipulagður sem sérstakur bekkja- eða árgangadagur þar sem kennarar skipuleggja göngu- eða hjólaferðir og annað álíka. Seinni daginn, 5. júní, verður “Litríki vordagurinn”. Sá dagur einkennist af samvinnu […]
Lesa Meira >>Leiksýning og umferðarfræðsla hjá 10. bekk
10. bekkur fór á leiksýninguna Samninginn síðastliðinn fimmtudag í leikhúsinu við Sigtún. Sjálfstæði listhópurinn Smyrsl hefur ferðast með sýninguna undanfarna mánuði og hún fékk góðar viðtökur hjá nemendum og starfsmönnum Sunnulækjarskóla. Að lokinni sýningu tóku allir þátt í málstofu með […]
Lesa Meira >>Hönnunarsamkeppni í Sunnulækjarskóla
Þriðjudaginn 22. maí fór fram hönnunarsamkeppni í Sunnulækjarskóla. Nemendur í 8. bekk hafa undanfarnar vikur verið að vinna verkefni í náttúrufræði þar sem þau þurftu að hanna bíl sem gekk fyrir rafmagni. Nemendur endurnýttu gömul raftæki, rifu þau í sundur […]
Lesa Meira >>Námsbrautir í framhaldsskólum og innritunarferlið
Fimmtudaginn 15. febrúar kl. 9:50 koma náms- og starfsráðgjafar og fulltrúar nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu) í heimsókn í Sunnulækjarskóla. Þau ætla að kynna námsframboð og félagslíf skólans fyrir nemendum í 10. bekk. Þriðjudaginn 6. mars kl 11:20 mun sendinefnd frá […]
Lesa Meira >>Laus störf við Setrið
Sérdeild Suðurlands Setrið Sunnulækjarskóla Við sérdeild Suðurlands, Setrið Sunnulækjarskóla á Selfossi vantar kennara og þroskaþjálfa til starfa. Sérdeild Suðurlands, Setrið Sunnulækjarskóla, er deild í Sunnulækjarskóla sem starfar á grundvelli þjónustusamnings milli Sveitarfélagsins Árborgar, Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu og […]
Lesa Meira >>Nýsköpunarverkefni í Sunnulækjarskóla
Undanfarnar vikur hafa nemendur í 9. bekk verið að vinna að nýsköpunarverkefni í Kviku, sem eru kennslustundir þar sem hinar ýmsu námsgreinar eru samþættar. Til að koma krökkunum af stað fengu þau fyrirlestur frá Eyjólfi Eyjólfssyni frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þar […]
Lesa Meira >>Árshátíðir
Í næstu vikum verða árshátíðir hjá nemendum í 1.-3. og 5.-7. bekk. Litla upplestrarhátíðin er árshátíð 4. bekkjar. Hún fer fram síðar í apríl og fá foreldrar boð á þá hátíð þegar nær dregur. Tíma- og staðsetning árshátíða er eftirfarandi: 1. bekkur […]
Lesa Meira >>Örsögukeppni í 10. bekk
Tíundubekkingar tóku allir þátt í örsögusamkeppni í íslensku í síðustu lotu. Veitt voru verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin, sigurvegararnir voru Ásdís Bára Steinarsdóttir, Gabríel Árni Valladares Inguson og Karen Hekla Grönli. Meðfylgjandi er mynd af sigurvegurunum á uppskeruhátíð síðastliðinn miðvikudag, […]
Lesa Meira >>Dægurlög og höfundar þeirra
Nemendur í 10. bekk hafa undanfarið verið að vinna með íslenska dægurlagatexta og höfunda þeirra. Nemendur kynntu sér nokkra höfunda og lögin þeirra ásamt því að vinna ýmis verkefni. Í tengslum við verkefnið buðum við einum höfundi, Herði Torfasyni, að koma og heimsækja […]
Lesa Meira >>Lausar stöður deildarstjóra fyrir næsta skólaár
Deildarstjóri við Sunnulækjarskóla Við Sunnulækjarskóla á Selfossi eru lausar stöður deildarstjóra miðstigs og deildarstjóra elsta stigs. Staða deildarstjóra miðstigs er ný staða en starf deildarstjóra elsta stigs er afleysing til eins árs vegna námsleyfis. Starfssvið Deildarstjóri er þátttakandi í stjórnunarteymi […]
Lesa Meira >>Stærðfræðikennara vantar
Vegna forfalla vantar stærðfræðikennara til starfa við Sunnulækjarskóla frá 3. apríl til loka skólaárs. Nánari upplýsingar má fá hjá skólastjóra í síma 480-5400, 861-1737 og á vefsíðu skólans: http://www.sunnulaekjarskoli.is Umsóknarfrestur er 28. mars 2018. Umsókn með upplýsingum um menntun, starfsreynslu […]
Lesa Meira >>