Fréttasafn

Fréttir frá Sunnulækjarskóla

Árshátíðir

20. apríl 2018

Í næstu vikum verða árshátíðir hjá nemendum í 1.-3. og 5.-7. bekk. Litla upplestrarhátíðin er árshátíð 4. bekkjar. Hún fer fram síðar í apríl og fá foreldrar boð á þá hátíð þegar nær dregur. Tíma- og staðsetning árshátíða er eftirfarandi: 1. bekkur […]

Lesa Meira >>

Örsögukeppni í 10. bekk

13. apríl 2018

Tíundubekkingar tóku allir þátt í örsögusamkeppni í íslensku í síðustu lotu. Veitt voru verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin, sigurvegararnir voru Ásdís Bára Steinarsdóttir, Gabríel Árni Valladares Inguson og Karen Hekla Grönli. Meðfylgjandi er mynd af sigurvegurunum á uppskeruhátíð síðastliðinn miðvikudag, […]

Lesa Meira >>

Dægurlög og höfundar þeirra

5. apríl 2018

Nemendur í 10. bekk hafa undanfarið verið að vinna með íslenska dægurlagatexta og höfunda þeirra.  Nemendur kynntu sér nokkra höfunda og lögin þeirra ásamt því að vinna ýmis verkefni. Í tengslum við verkefnið buðum við einum höfundi, Herði Torfasyni, að koma og heimsækja […]

Lesa Meira >>

Lausar stöður deildarstjóra fyrir næsta skólaár

4. apríl 2018

Deildarstjóri við Sunnulækjarskóla Við Sunnulækjarskóla á Selfossi eru lausar stöður deildarstjóra miðstigs og deildarstjóra elsta stigs. Staða deildarstjóra miðstigs er ný staða en starf deildarstjóra elsta stigs er afleysing til eins árs vegna námsleyfis. Starfssvið Deildarstjóri er þátttakandi í stjórnunarteymi […]

Lesa Meira >>

Stærðfræðikennara vantar

31. mars 2018

Vegna forfalla vantar stærðfræðikennara til starfa við Sunnulækjarskóla frá 3. apríl til loka skólaárs. Nánari upplýsingar má fá hjá skólastjóra í síma 480-5400, 861-1737 og á vefsíðu skólans: http://www.sunnulaekjarskoli.is Umsóknarfrestur er 28. mars 2018. Umsókn með upplýsingum um menntun, starfsreynslu […]

Lesa Meira >>

Góður árangur í skólahreysti

23. mars 2018

Fimmtudaginn 22. mars keppti Sunnulækjarskóli í Suðurlandsriðli Skólahreysti. Krakkarnir stóðu sig með sóma og höfnuðu í öðru sæti, sem er besti árangur sem Sunnulækjarskóli hefur náð í keppninni til þessa. Í liðinu í ár voru Bjarki Birgisson sem keppti í upphífingum […]

Lesa Meira >>

Grunnskólamót í sundi

19. mars 2018

Sunnulækjarskóli tók þátt í grunnskólamóti í sundi sem fór fram í Ásvallalaug, Hafnafirði þriðjudaginn 13. mars. Farið var í rútu ásamt Vallaskóla. 34 skólar tóku þátt með um 550 keppendur en mótið fer stækkandi ár hvert. Keppt var í tveimur […]

Lesa Meira >>

Laust starf íþróttakennara

19. mars 2018

Vegna fæðingarorlofs vantar íþróttakennara til starfa við Sunnulækjarskóla frá 1. apríl til loka skólaárs. Meðal kennslugreina eru íþróttir á yngsta- og miðstigi og dans á yngsta stigi. Nánari upplýsingar má fá hjá skólastjóra í síma 480-5400 og á vefsíðu skólans: […]

Lesa Meira >>

Góður árangur í Stóru upplestrarkeppninni

15. mars 2018

Nemendur Sunnulækjarskóla hafa staðið sig afar vel í undirbúningi og undankeppnum Stóru upplestrarkeppninnar.  Í síðustu viku kepptu nemendur 7. bekkjar um sæti í keppnisliði Sunnulækjarskóla í lokakeppninni sem fram fór í Þorlákshöfn sl. þriðjudag, 13. mars.  Í keppnislið skólans völdust […]

Lesa Meira >>

Skóladagur Árborgar, 14. mars 2018

15. mars 2018

Skóladagur Árborgar, símenntunardagur í leik- og grunnskólum og frístundaheimilum Árborgar. Næstkomandi miðvikudag 14. mars verður starfsdagur í Sunnulækjarskóla og því verður engin kennsla þann dag og skólinn lokaður. Sama er að segja um Frístundaheimilið Hóla. Daginn munu allir starfsmenn leik- […]

Lesa Meira >>

Innritun í grunnskóla skólaárið 2018−2019

13. mars 2018

Innritun í grunnskóla skólaárið 2018−2019  Innritun barna sem eru fædd árið 2012 og eiga að hefja skólagöngu í Sveitarfélaginu Árborg haustið 2018 fer fram 14.−28. febrúar næstkomandi. Hægt er að innrita rafrænt í viðkomandi grunnskóla og frístundaheimili inni á Mín […]

Lesa Meira >>

Vetrarfrí

27. febrúar 2018

Föstudaginn 23. febrúar og mánudaginn 26. febrúar er vetrarfrí í grunnskólum Árborgar. Sunnulækjarskóli og Frístundarheimilið Hólar verða því lokuð þessa daga. Skólastarf hefst aftur skv. stundarskrá þriðjudaginn 27. febrúar.

Lesa Meira >>