Fréttasafn
Fréttir frá Sunnulækjarskóla
Heimsókn eldri borgara í 7. bekkina
Nemendur í 7. bekk hafa verið að fræðast um Evrópu og seinni heimsstyrjöldina. Að því tilefni fengum við heimsókn frá eldri borgurum sem sögðu frá reynslu sinni af seinni heimsstyrjöldinni.
Lesa Meira >>Náttúrufræði hjá 9. bekkjum
Nemendur í 9. bekk fengu að rannsaka brjóstholslíffæri úr svíni í náttúrufræði. Það er ekki annað að sjá en þau hafi verið mjög áhugasöm við rannsóknarstörfin.
Lesa Meira >>Að flaka fisk
Í heimilisfræðivali í tóku nemendur sig til og æfðu sig í að flaka fisk. Þrjár myndarlegar ýsur urðu fyrir valinu og var Rúnar kokkur fenginn til að vera með sýnikennslu. Að sýnikennslunni lokinni tóku krakkarnir við og höfðu gaman af.
Lesa Meira >>Vinabekkir í Sunnulækjarskóla
Vikan 3. – 7. nóvember er sérstök vinabekkjavika í Sunnulækjarskóla. Í þeirri viku stofnum við til sérstakra vinatengsla milli nemenda í eldri og yngri bekkjum skólans. Þannig eignast allir nemendur í 5. bekk sérstakan vin í 10. bekk, allir í […]
Lesa Meira >>Haustfrí 17. og 20. okt
Föstudagurinn 17. október og mánudagurinn 20. október eru haustfrídagar í Sunnulækjarskóla. Þessa daga er Sunnulækjarskóli ásamt Setri og lengdu viðverunni Hólum, lokaður. Við hefjum aftur störf samkvæmt stundaskrá, þriðjudaginn 21. október 2014.
Lesa Meira >>Afmælisundirbúningur
Þessa dagana hafa allir nemendur og starfsmenn skólans unnið að fjölbreyttum verkefnum tengdum 10 ára afmæli skólans. Afraksturinn verður sýndur á opnum degi skólans, fimmtudaginn 16. október.
Lesa Meira >>Opið hús á afmæli skólans
Í tilefni af 10 ára afmæli Sunnulækjarskóla bjóða nemendur skólans öllum sem möguleika hafa á að koma og skoða skólann og verkefni nemenda milli klukkan 08:30 og 13:00, fimmtudaginn 16. október. Við vonumst til að sjá sem flesta, mömmur, pabba, […]
Lesa Meira >>Frábær þátttaka á súpufundi
Um 160 manns mættu á fræðslufund í Sunnulækjarskóla í gærkvöldi. Á fundinum fjallaði Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri um skólaþjónustu Árborgar og að því loknu fjallaði Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor við Háskóla Íslands um vináttu barna og unglinga. Fundurinn var afar vel heppnaður […]
Lesa Meira >>Starfsdagur 3. október
Vegna haustþings kennara á Suðurlandi verður starfsdagur í Sunnulækjarskóla föstudaginn 3. október n.k. og því mæta nemendur ekki til skóla þann dag. Þingið hefst e.h. fimmtudaginn 2. október og því lýkur kennslu þann dag sem hér segir: 1. – 4. […]
Lesa Meira >>Kynningafundir
Þessa dagana hafa umsjónarkennarar Sunnulækjarskóla haldið kynningafundi fyrir foreldra. Okkur þótti fyrirkomulag kynningafunda undanfarinna ára vera orðið nokkuð staðnað og reyndum því að breyta svolítið til þetta árið. Margt var gert til að létta fundina og gera þá áhugaverðari. Til […]
Lesa Meira >>