Fréttasafn
Fréttir frá Sunnulækjarskóla
Norræna skólahlaupið
Allir nemendur skólans tóku þátt í Norræna skólahlaupinu s.l. föstudag og stóðu sig ótrúlega vel. Tilgangur Norræna skólahlaupsins er að hvetja nemendur til að æfa hlaup og aðrar íþróttir reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. 
Eineltisátak, opinn borgarafundur
Landssamtökin Heimili og skóli í samvinnu við fjölda aðila boða til opins borgarafundar í Sunnulækjarskóla, þriðjudaginn 14. september undir yfirskriftinni „Stöðvum einelti strax“.
Lesa Meira >>Norræna skólahlaupið föstudaginn 10.september 2010
Föstudaginn 10. september, ætlar skólinn að taka þátt í Norræna skólahlaupinu. Hlaupið verður á skólatíma og nokkrar vegalengdir í boði sem hæfa aldri og getu. Mikilvægt er að nemendur komi á góðum skóm og búnir til útiveru.
Skóladagurinn hjá 1.- 4.bekk verður að öðru leiti samkvæmt stundaskrá.
Skóladeginum hjá 5.- 10.bekk lýkur hins vegar á hádegi þennan dag.
Lesa Meira >>Heimsókn í MS
Valhópur í heimilisfræði í 10. bekk fór í heimsókn í MS.
Að heimsókninni lokinni skrifa nemendurnir ritgerð um heimsóknina.
Gestir frá Kína
Í dag kom sendinefnd frá Kína í heimsókn í Sunnulækjarskóla.
Sendinefndin er frá Sichuan héraði í Kína og er hér á landi að kynna sér íslenskt samfélag. 
Alþjóðlega friðarhlaupið í Sunnulækjarskóla

Hlauparar í alþjóðlega Friðarhlaupinu, World Harmony Run, höfðu viðkomu í Sunnulækjarskóla í morgun. 
Eins og nafnið gefur til kynna er hlaupið alþjóðlegt og fer fram í yfir 100 löndum í 6 heimsálfum. Á Íslandi er hlaupið frá Reykjavík til Vestmannaeyja dagana 30. ágúst til 2. september.
Skólablað nemenda í fjölmiðlavali

Nemendur í fjölmiðlavali gáfu út skólablað í skólalok.  Þau unnu blaðið að öllu leyti sjálf undir stjórn kennarans Þuríðar M. Björnsdóttur
Hægt er að lesa blaðið þeirra hér. 
Skólaþríþraut
Sunnulækjarskóli átti fimm nemendur í skólaþríþraut FRÍ sem fór fram föstudaginn 4. júní í frjálsíþróttahöllinni í Laugardalnum.
Lesa Meira >>
Litríki vordagurinn

Litríki vordagurinn tókst frábærlega vel. Allir nemendur voru til fyrirmyndar og skemmtu sér vel.
Lesa Meira >>Félagsvist eldri borgara og 7. bekkinga í Sunnulækjarskóla

Félagar úr félagi eldri borgara á Selfossi komu í Sunnulækjarskóla og spiluðu við nemendur í 7. bekk. 
Spilað var á 12 borðum og höfðu allir gaman af. Ákveðið var að spila aftur næsta skólaár.
Dagarnir 1.-4. júní 2010
Vordagar:
Dagana 1. og 2. júní ætlum við að hafa sérstaka vordaga í Sunnulækjarskóla. Nemendur í 
1.-4. bekk ljúka deginum á venjulegum tíma en 5.-7. bekkur kl.12:00 og 8.-9. bekkur kl.12:20.
Starfsdagur:
3. júní er starfsdagur vegna frágangs námsmats og nemendur mæta því ekki í skólann
þann dag.
Skólaslit 
Verða 4. júní. Athöfnin verður í tvennu lagi, nemendur sem eru að ljúka 1. –4. bekk mæta kl 10:00 en nemendur sem eru að ljúka 5. – 9. bekk mæta kl. 11:00. Við hvetjum foreldra til að koma með börnum sínum á skólaslitin. 
Nemendur í 5. bekk tóku þátt í söfnuninni Börn hjálpa börnum 2010.

Nemendur gengu í hús hér á Selfossi og fengu frábærar móttökur hjá bæjarbúum. 
Alls söfnuðust kr.- 107.340.
