Hermann

Sumarlestur í Sunnulæk!

Sumarlestur í Sunnulækjarskóla! Líkt og í fyrrasumar mun skólasafn Sunnulækjarskóla efna til lestrarátaks í sumarfríinu. Markmið sumarlestursins er að viðhalda lestrarhæfni nemenda og örva lestrarvenjur þeirra. Stuðla þarf með öllum ráðum að yndislestri barna og auka áhuga þeirra á lestri sér til skemmtunar því hætta er á að lestrarfærnin dali ef hún er ekki þjálfuð

Sumarlestur í Sunnulæk! Lesa Meira>>

Rafmagnshjól

Þemaverkefni um loftslagsmál

Nemendur í 10. bekk í Sunnulækjarskóla eru búin að vera að vinna samstarfsverkefni í náttúrufræði og samfélagsfræði. Þema verkefnisins voru loftslagsmál. Nemendur gátu valið á milli ýmissa verkefna til dæmis að koma með uppfinningu, gera listaverk, láta gott af sér leiða, endurnýta og fjalla um loftslagsmál. Mörg skemmtileg verkefni fæddust. Til dæmis fundu nemendur upp

Þemaverkefni um loftslagsmál Lesa Meira>>

Kiwanis hjálmar

Þriðjudaginn 4. maí fengu allir nemendur í 1. bekk Sunnulækjarskóla afhenta reiðhjólahjálma að gjöf. Kiwanis gefur hjálmana og er markmið verkefnisins að stuðla að öryggi barna í umferðinni og koma í veg fyrir alvarleg slys og óhöpp. Börnin voru mjög ánægð með gjöfina og þökkum við góðar gjafir.

Kiwanis hjálmar Lesa Meira>>

Karlmennskan

Þann 20. apríl fengum við Þorstein V. Einarsson til að vera með fyrirlestur í unglingadeild sem ber heitið Karlmennskan.  Þorsteinn er menntaður kennari með meistaragráðu í kynjafræði frá Háskóla Íslands en starfaði lengi sem forstöðumaður og deildarstjóri félagsmiðstöðva í Reykjavík. Frá því í lok árs 2018 hefur hann starfað við fyrirlestra, pistla og greinaskrif og

Karlmennskan Lesa Meira>>