Fréttir

Öskudagur við Sunnulæk

Það var mikið fjör og mikið gaman á Öskudegi í Sunnulækjarskóla.  Dagurinn hófst með söngstund þar sem allir sungu saman nokkur lög.  Lokalagið var „Enga fordóma“.  Nemendur tóku mjög vel undir og fylgjast greinilega vel með. Síðar um daginn var svo spurningakeppni á elsta stigi sem 10 TDI vann naumlega.  Alls staðar ríkti gleði og […]

Öskudagur við Sunnulæk Lesa Meira>>

Stríðsárin í 7. bekk

 Í tilefni þess að verið er að fjalla um seinni heimsstyrjöldina í samfélagsfræði í 7. bekk voru eldri borgarar beðnir um aðstoð við fræðsluna.  Vel var brugðist við og mætti vaskur hópur til aðstoðar. Nemendur höfðu undirbúið spurningar fyrir gestina og auk þeirra spunnust skemmtilegar umræður um stríðið.  Mikla athygli vakti hermannahjálmur sem einn gestanna hafði

Stríðsárin í 7. bekk Lesa Meira>>

Fyrirlestur um netnotkun

Þriðjudaginn 25. febrúar næstkomandi stendur forvarnarteymi Árborgar, grunnskólarnir á Selfossi og foreldrafélög grunnskólanna fyrir fræðslufyrirlestri um internet- og nýmiðlanotkun í samstarfi við samtökin SAFT og Heimili og Skóla. Fyrirlesturinn verður í Fjallasal og hefst kl 20:00. Nánari upplýsingar má finna hér: SAFT_fyrirlestur

Fyrirlestur um netnotkun Lesa Meira>>

Skapandi starf í 2. bekk

Föstudagar eru sköpunardagar hjá 2. bekk. Þá er nýttur efniviður sem til fellur hér og þar og kostar ekkert.  Áherslan er á ferlið, að finna út hvernig hægt er að bjarga sér og hvað hægt er að nota í staðinn fyrir það sem ekki er til.  Útkoman er margskonar og skemmtileg, ýmist hengd upp eða

Skapandi starf í 2. bekk Lesa Meira>>

Fjölmiðlaheimsókn

Í dag fór 7. MSG í fjölmiðlaheimsókn með sama hætti og systurbekkurinn 7. ÁT gerði fyrr í vikunni.  Nemendur heimsóttu Útvarp Suðurland, Dagskrána og Sunnlenska fréttavefinn.  Nemendur fengu frábærara móttökur og þakkar skólinn fjölmiðlunum fyrir stuðning þeirra við starf skólans.

Fjölmiðlaheimsókn Lesa Meira>>

Iðunn og eplin

Nemendur í 2. bekk hafa verið að kynna sér goðafræðina.  Þeir unnu verkefni í tengslum við söguna um Iðunni og eplin.  Að verkefninu loknu héldu þau kynningu fyrir skólastjórnendur þar sem sagan var sögð á myndrænan hátt og spjöldum haldið á lofti.  Allir stóðu sig vel og voru ánægðir að sýningu lokinni.

Iðunn og eplin Lesa Meira>>

Fjölmiðlaheimsókn 7. ÁT

  Fimmtudaginn 30. janúar fór 7. ÁT og heimsótti nokkra fjölmiðla hér á Selfossi. Heimsóknin er í tengslum við fjölmiðlaverkefni sem bekkurinn er að byrja að vinna. Bekkurinn heimsótti  Útvarp Suðurland, Sunnlenska og Dagskrána / Prentmet Suðurlands. Nemendur fengu að fræðast um það helsta sem tengist rekstri útvarpsstöðvar og blaðaútgáfu. Þau fengu að láta í

Fjölmiðlaheimsókn 7. ÁT Lesa Meira>>