Fréttasafn

Fréttir frá Sunnulækjarskóla

12. sept. Fyrirlestur um einhverfu

15. september 2018

Vakin er athygli á fyrirlestri um einhverfu sem haldinn verður í Fjallasal Sunnulækjarskóla næstkomandi miðvikudag 12. september kl. 17:00 – 19:00. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina „Vanvirkni í einhverfu“. Ásdís Bergþórsdóttir, forritari og sálfræðingur, kemur og fræðir okkur um Vanvirkni í einhverfu […]

Lesa Meira >>

Ólympíuhlaup Sunnulækjarskóla

12. september 2018

  Þriðjudaginn 11. september hlupu nemendur Sunnulækjarskóla Ólympíuhlaup ÍSÍ. Forveri þess er Norræna skólahlaupið sem hefur verið árlegur viðburður síðan 1984. Vegalengdin er misjöfn eftir aldri en 5.-10. bekkur geta valið um fjórar vegalengdir, 2,5 km, 5 km, 7,5 km […]

Lesa Meira >>

Skólasetning skólaárið 2018-2019

16. ágúst 2018

Skólasetning Sunnulækjarskóla skólaárið 2018 – 2019 verður miðvikudaginn 22. ágúst. Athöfnin verðu í þrennu lagi: Nemendur í 1.−4. bekk, f. 2009 – 2012, mæti kl 9:00. Nemendur í 5. – 7. bekk, f. 2006 – 2008, mæti kl. 10:00 Nemendur […]

Lesa Meira >>

Sunnuleikar

22. júní 2018

Sunnuleikarnir voru haldnir 4. júní í blíðskapaveðri. Þar voru krakkanir að spreyta sig í allskonar þrautum þar sem kennarar stóðu vaktina. Krakkarnir stóðu sig mjög vel og eftir leikana voru grillaðar pylsur og svo var verðlaunaafhending. Við viljum þakka öllum […]

Lesa Meira >>

Ævintýralestur

22. júní 2018

Á vordögum fór bókaútgáfan IÐNÚ af stað með lestrarátak sem var kallað „Ævintýralestur“.  Þar var áhersla lögð á lestur á bókunum „Óvættaför“ og líka öðrum ævintýrabókum. Nemendur Sunnulækjarskóla voru nokkuð duglegir að taka þátt í átakinu. Einn nemandi varð hlutskarpastur […]

Lesa Meira >>

Vordagar, skólaslit og útskrift

8. júní 2018

Dagarnir 4. og 5. júní eru vordagar í Sunnulækjarskóla. Fyrri dagurinn er skipulagður sem sérstakur bekkja- eða árgangadagur þar sem kennarar skipuleggja göngu- eða hjólaferðir og annað álíka. Seinni daginn, 5. júní, verður “Litríki vordagurinn”. Sá dagur einkennist af samvinnu […]

Lesa Meira >>

Leiksýning og umferðarfræðsla hjá 10. bekk

29. maí 2018

10. bekkur fór á leiksýninguna Samninginn síðastliðinn fimmtudag í leikhúsinu við Sigtún. Sjálfstæði listhópurinn Smyrsl hefur ferðast með sýninguna undanfarna mánuði og hún fékk góðar viðtökur hjá nemendum og starfsmönnum Sunnulækjarskóla. Að lokinni sýningu tóku allir þátt í málstofu með […]

Lesa Meira >>

Hönnunarsamkeppni í Sunnulækjarskóla

25. maí 2018

Þriðjudaginn 22. maí fór fram hönnunarsamkeppni í Sunnulækjarskóla. Nemendur í 8. bekk hafa undanfarnar vikur verið að vinna verkefni í náttúrufræði þar sem þau þurftu að hanna bíl sem gekk fyrir rafmagni. Nemendur endurnýttu gömul raftæki, rifu þau í sundur […]

Lesa Meira >>

Sjálfstyrkingarnámskeið fyrir stelpur

15. maí 2018
Lesa Meira >>

Námsbrautir í framhaldsskólum og innritunarferlið

1. maí 2018

Fimmtudaginn 15. febrúar kl. 9:50 koma náms- og starfsráðgjafar og fulltrúar nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu) í heimsókn í Sunnulækjarskóla. Þau ætla að kynna námsframboð og félagslíf skólans fyrir nemendum í 10. bekk. Þriðjudaginn 6. mars kl 11:20 mun sendinefnd frá […]

Lesa Meira >>

Laus störf við Setrið

25. apríl 2018

Sérdeild Suðurlands Setrið Sunnulækjarskóla Við sérdeild Suðurlands, Setrið Sunnulækjarskóla á Selfossi vantar kennara og þroskaþjálfa til starfa. Sérdeild Suðurlands, Setrið Sunnulækjarskóla, er deild í Sunnulækjarskóla sem starfar á grundvelli þjónustusamnings milli Sveitarfélagsins Árborgar, Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu og […]

Lesa Meira >>

Nýsköpunarverkefni í Sunnulækjarskóla

24. apríl 2018

Undanfarnar vikur hafa nemendur í 9. bekk verið að vinna að nýsköpunarverkefni í Kviku, sem eru kennslustundir þar sem hinar ýmsu námsgreinar eru samþættar. Til að koma krökkunum af stað fengu þau fyrirlestur frá Eyjólfi Eyjólfssyni frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þar […]

Lesa Meira >>