Fréttasafn

Fréttir frá Sunnulækjarskóla

Í tilefni af konudeginum

20. febrúar 2012

Í tilefni af konudeginum í 6. RG beið leynigjöf frá ungum herramanni.  Á borðinu í heimakrók var blómavasi merktur „Til hamingju með konudaginn“.  Í vasanum voru rósir handa hverri dömu í bekknum.  Viljum við nota tækifærið og þakka kærlega fyrir okkur. Kveðja, Stelpurnar […]

Lesa Meira >>

100 daga hátíð

15. febrúar 2012

Nemendur í 1. og 2. bekk héldu 100 daga hátíð saman og mættu allir í náttfötum og fengu að koma með dót. Boðið var uppá ýmislegt skemmtilegt að gera þennan dag eins og til dæmis að horfa á mynd, kubba, […]

Lesa Meira >>

5. bekkur heimsækir Ljósheima

10. febrúar 2012

Föstudaginn 10. febrúar fór 5. bekkur í Sunnulækjarskóla í heimsókn á Ljósheima. Ferðin gekk framúrskarandi vel.  Nemendur voru til fyrirmyndar, sungu fyrir gamla fólkið og settust svo hjá því, kynntu sig og spjölluðu.   Mátti vart á milli sjá hvor kynslóðin hafði meira gaman […]

Lesa Meira >>

Fundur um endurskoðun skólastefnu Árborgar

3. febrúar 2012

Fimmtudaginn 2. febrúar var haldinn sameiginlegur fundur allra skóla- og foreldraráða grunn- og leikskóla í sveitarfélaginu Árborg.   Fundurinn, sem var haldinn í Sunnulækjarskóla, var samráðs og hugmyndavinnufundur.  Honum var ætlað að safna saman hugmyndum, gildum og markmiðum sem stefna bera að og mikilvægt er […]

Lesa Meira >>

Kynning á FSu og ML

1. febrúar 2012

Þriðjudaginn 31. janúar var haldinn kynningarfundur í Sunnulækjarskóla á tveimur framhaldsskólum, Fjölbrautarskóla Suðurlands og Menntaskólanum á Laugarvatni.  Það voru námsráðgjafar skólanna sem komu ásamt fulltrúum nemenda og kynntu skóla sína fyrir nemendum 10. bekkjar Sunnulækjarskóla og foreldrum þeirra. Fundurinn var vel sóttur og […]

Lesa Meira >>

Lestarhestar í 3.bekk

26. janúar 2012

Nemendur í 3. bekk hafa verið afar duglegir að lesa um þessar mundir, en þeir taka nú þátt í sérstöku lestarátaki sem stendur yfir í 6 vikur á miðönn. Markmið þess er:-að þjálfa áheyrilegan lestur-að efla lesskilning og lestarleikni-að auka […]

Lesa Meira >>

Þorrinn boðinn velkominn

20. janúar 2012

Í morgun var söngstund í Fjallasal í tilefni bóndadags og upphafs Þorra. Allir nemendur skólans hófu skóladaginn með því að setjast í Þingbrekkuna og syngja saman nokkur lög. Nemendur úr 5. bekk sáu um forsöng ásamt hljóðfæraleikurum og söngfuglum úr starfsliði […]

Lesa Meira >>

Val hjá 8.-10.bekk

10. janúar 2012

Í næstu viku fer nýtt val á stað. Nemendur skoða nýtt val og ræða það við umsj.kennara.

Lesa Meira >>

Bílaþema hjá 2. bekk

10. janúar 2012

Í vetur höfum við í 2. bekk verið að kynna okkur bíla og allt sem að þeim snýr. 

Lesa Meira >>

Stjörnuskoðun í 5. bekk

5. janúar 2012

5. bekkur fór út í stjörnuskoðun í morgun. 

Kveikjan var stjörnukort sem nemendur fengu gefins frá stjörnuskoðunarfélaginu.  Við fórum út vopnuð kíkjum og vasaljósum, gengum útfyrir bæinn þar sem minni ljósmengun var og lögðumst í snjóinn. 

Svo reyndum við að finna stjörnumerki og greina þau.

Lesa Meira >>

Jólasögur í 2. bekk

14. desember 2011

Í dag var jólasögudagur í 2. bekk.  Nemendur sömdu sínar eigin jólasögur um sín eigin jól og fluttu fyrir skólafélaga sína.

Jólasögurnar fjölluðu um jólamánuðinn, allt frá þrifum (gluggaþvottur með ediki og sápu), yfir í sjálft jólahaldið. Nemendur voru afar áhugasamir um að tala í pontu og stóðu sig allir vel.

Lesa Meira >>

Smákökumaraþon hjá 8.- 10. bekk.

13. desember 2011



Nemendur í 8.- 10. bekk héldu árvisst smákökumaraþon í skólanum 8. desember sl. með dyggri aðstoð foreldra og kennara.  Nemendafélagið skipuleggur viðburðinn en María Maronsdóttir, heimilisfræðikennari, hefur yfirumsjón með bakstri og reglusemi í eldhúsinu.


Afraksturinn var svo gefinn til góðra málefna í Árborg og voru um 200 smákökupokar afhentir kirkjunni og um 100 pokar á Grænumörk.

Lesa Meira >>