Fréttasafn

Fréttir frá Sunnulækjarskóla

Fjölmiðlaheimsókn

7. febrúar 2014

Í dag fór 7. MSG í fjölmiðlaheimsókn með sama hætti og systurbekkurinn 7. ÁT gerði fyrr í vikunni.  Nemendur heimsóttu Útvarp Suðurland, Dagskrána og Sunnlenska fréttavefinn.  Nemendur fengu frábærara móttökur og þakkar skólinn fjölmiðlunum fyrir stuðning þeirra við starf skólans.

Lesa Meira >>

Iðunn og eplin

6. febrúar 2014

Nemendur í 2. bekk hafa verið að kynna sér goðafræðina.  Þeir unnu verkefni í tengslum við söguna um Iðunni og eplin.  Að verkefninu loknu héldu þau kynningu fyrir skólastjórnendur þar sem sagan var sögð á myndrænan hátt og spjöldum haldið […]

Lesa Meira >>

Umhverfismennt í Sunnulækjarskóla

4. febrúar 2014

Krakkarnir í 3. bekk í umhverfismennt fóru í göngutúr í kringum skólann okkar vopnuð plastpokum með það markmið að tína upp rusl. Það kom okkur mjög á óvart hversu mikið rusl við fundum. Við fundum líka marga staka vettlinga. Nemendur […]

Lesa Meira >>

Fjölmiðlaheimsókn 7. ÁT

3. febrúar 2014

  Fimmtudaginn 30. janúar fór 7. ÁT og heimsótti nokkra fjölmiðla hér á Selfossi. Heimsóknin er í tengslum við fjölmiðlaverkefni sem bekkurinn er að byrja að vinna. Bekkurinn heimsótti  Útvarp Suðurland, Sunnlenska og Dagskrána / Prentmet Suðurlands. Nemendur fengu að […]

Lesa Meira >>

Bóndadagur – Þorri byrjar

27. janúar 2014

Í tilefni af komu þorra var þorramatur víða á borðum.  Í heimilsfræði gerðu nemendur sér dagamun og buðu stjórnendum skólans að bragða á þorramat.

Lesa Meira >>

Skólaakstur föstudaginn 20. desember

21. desember 2013

Föstudaginn 20. desember eru Litlu jólin í Sunnulækjarskóla. Skemmtunin er tvískipt og verður aksturinn samkvæmt því sem hér segir: Bílarnir byrja rúntinn kl 08:30 fyrir þau börn sem koma á fyrri skemmtunina og kl 10:30 fyrir seinni skemmtunina. Heimferð eftir […]

Lesa Meira >>

Kertasund í Sunnulækjarskóla

16. desember 2013

Í síðustu viku fóru allir árgangar Sunnulækjarskóla í kertasund í sundtímunum sínum. Þar skiptir aldurinn ekki máli, alltaf er stemming og sannkölluð jólagleði ríkjandi.  Kveikt var á kertum, slökkt á ljósum, jólatónlist leikin og krakkarnir skiptust á að synda með kerti.

Lesa Meira >>

Kirkjuheimsókn

12. desember 2013

Nemendum í 1. – 7. bekk Sunnulækjarskóla býðst að fara í aðventuheimsókn í Selfosskirkju í desember.   3. og 4. bekkur fara saman þriðjudaginn 3. desember, vinabekkirnir 2. og 7. bekkur fara saman fimmtudaginn 5. desember, vinabekkirnir 1. og 6. bekkur […]

Lesa Meira >>

Leynigestur í 7. bekk

11. desember 2013

Nú er lokið skemmtilegu lestrarátaki í 7.bekk sem hefur staðið yfir í 5 vikur.  Nemendur lásu heima og fengu jólakúlur til að hengja á jólatré í stofunni okkar fyrir ákveðinn fjölda blaðsíðna.  Rúsínan í pylsuendanum var lestrarhátíðin þar sem leynigesturinn, Gunnar […]

Lesa Meira >>

Sunnulækjarskóli í jólaskapi

10. desember 2013

  Nemendur og starfsmenn skólans eru búnir að klæða hann í jólabúning og hefð er fyrir því að hafa jólasöngstundir í Fjallasal í desember. Myndirnar hér eru frá fyrstu söngstundinni okkar á skreytingardaginn sem var 29. nóvember.  Það var einnig rauður dagur […]

Lesa Meira >>

Smákökubakstur í Sunnulækjarskóla

5. desember 2013

   Það er árlegur viðburður að nemendur í 8.-10. bekk skólans mæta utan skólatíma og baka smákökur undir stjórn heimilisfræðikennara með aðstoð sjálfboðaliða úr hópi foreldra.  Afrakstur bakstursins er svo gefinn víðsvegar um bæinn. Í ár var slegið algjört met […]

Lesa Meira >>

Heimsókn frá Amnesty International

25. nóvember 2013

  Fimmtudaginn 21. nóvember s.l. fengu nemendur í  9. og 10. bekk heimsókn frá Amnesty International sem kynnti  samtökin og það mikilvæga starf sem að þau eru að vinna í þágu mannréttinda.  Krakkarnir fengu það verkefni að búa til samfélag […]

Lesa Meira >>